Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun 2016

Markaðsfyrirtæki ársins

Íslands­stofa er markaðsfyr­ir­tæki árs­ins 2016. Verðlaun­in voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilt­on Reykjavík Nordica þann 15.nóvember 2016. For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son af­henti Jóni Ásbergs­syni, fram­kvæmda­stjóra Íslands­stofu verðlaun­in.

Auk Íslands­stofu voru Icelanda­ir og Íslands­banki einnig til­nefnd til verðlaun­anna í ár.

Í rökstuðningi dómnefnd­ar kem­ur m.a. fram:
"Markaðsstefna Íslands­stofu er trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unn­ar eru markaðsáætlan­ir í sam­starfi við hags­munaaðila þar sem unnið er út frá vel skil­greind­um mark­miðum."

Íslands­stofa hef­ur það hlut­verk að sinna markaðs- og kynn­ing­ar­starfi í þágu íslenskra útflutn­ings­greina og styðja þannig við gjald­eyr­isöflun þjóðar­inn­ar.

ÍMARK hef­ur veitt íslensku markaðsverðlaun­in frá 1991 og eru verðlaun­in af­hent í nóvem­ber ár hvert. Þau eru veitt fyr­ir­tækj­um sem hafa verið áber­andi í markaðsmálum und­an­far­in tvö ár og sannað þykir að sýni­leg­ur árang­ur hafi náðst. Sú breyt­ing hef­ur orðið á formi keppn­inn­ar að í stað þess að veita verðlaun fyr­ir bæði Markaðsmann og Markaðsfyr­ir­tæki árs­ins á sama ári, eru veitt verðlaun fyr­ir sinn hvorn titil­inn, annað hvert ár.

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu:

  • Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar  
  • María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK og Markaðsstjóri Strætó  
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK
  • Ingólfur Örn Guðmundsson, markaðsstjóri Marel
  • Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is)