Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun 2013

Markaðsfyrirtæki ársins

Dominos var valið markaðsfyrirtæki ársins 2013. Með markvissri og hugmyndaríkri markaðsvinnu hefur fyrirtækið aukið hlutdeild sína verulega á undanförnu ári.
Landsbankinn og Nova voru einnig tilnefnd til Markaðsverðlaunanna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Íslensku markaðsverðlaunin fimmtudaginn 14. nóvember 2013 við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. 

Mjög góð aðsókn var eins og áður á þennan viðburð enda vekur afhendingin ávallt athygli í íslensku viðskiptalífi og var þetta í 23.sinn sem Íslensku markaðsverðlaunin voru veitt. Ræðumaður dagsins var Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel, en Marel var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2012. 

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu:

 • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Wow air
 • Friðrik Larsen, lektor og formaður ÍMARK
 • Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs Icelandair
 • Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel
 • Klara Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
 • Magnús Árnason, vörumerkjastjóri Latabæ
 • Þórhallur Guðlaugsson, dósent við HÍ og formaður dómnefndar

Markaðsmaður ársins

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var valinn markaðsmaður ársins 2013, það var samdóma álit dómnefndar að Grímur var vel að þessum verðlaunum kominn fyrir faglegt og árangursríkt markaðsstarf. Hann hefur náð að byggja upp alþjóðlegt og arðbært vörumerki í ferðaiðnaðinum.

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu:
 
 • Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent rannsókna
 • Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Advania
 • Friðrik Larsen, lektor og formaður ÍMARK
 • Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
 • Klara Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
 • Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus og formaður dómnefndar
 • Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA
 • Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins