Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun 2011

Markaðsfyrirtæki ársins

Íslensku markaðsverðlaunin voru afhent af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fimmtudaginn 3.nóvember 2011 á Hilton Reykjavík Nordica. Veitt voru tvenn verðlaun, markaðsfyrirtæki ársins og markaðsmaður ársins. Markaðsfyrirtæki ársins 2011 var valið Icelandair og markaðsmaður ársins 2011 var valinn Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Nova og Össur voru einnig tilnefnd til verðlauna sem markaðsfyrirtæki ársins 2011. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Markaðsfyrirtæki ársins 2010, var ræðumaður dagsins. 

Elísabet Sveinsdóttir, markaðsráðgjafi og fyrrverandi stjórnarformaður ÍMARK, flutti erindi fyrir hönd dómnefndar á markaðsmanni ársins og Þórhallur Guðlaugsson, forstöðumaður BS markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og formaður dómnefndar flutti erindi fyrir hönd dómnefndar á markaðsfyrirtæki ársins.

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu:

 • Elísabet Austmann, sýningarstjóri hjá Marel
 • Friðrik Larsen, lektor við Háskóla Reykjavíkur
 • Gísli Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins
 • Gunnar Thorberg Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kapall markaðsráðgjöf
 • Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins
 • Ninja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
 • Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar

Markaðsmaður ársins

Markaðsmaður ársins 2011 var valinn Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu:

 • Elísabet Sveinsdóttir, markaðsráðgjafi
 • Guðmundur Arnar Guðmundsson, vörumerkjastjóri Icelandair og formaður ÍMARK
 • Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar og formaður dómnefndar
 • Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar og stjórnarmaður SÍA
 • Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Hamborgarafabrikkunnar
 • Magnús Bjarni Baldursson, innkaupastjóri Fríhafnarinnar
 • Ninja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
 • Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Hamborgarafabrikkunnar