Valmynd Gerast meðlimur

Markaðsverðlaun ÍMARK

Markaðsfyrirtæki ársins

ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin.  

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfi þeirra. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsstarfið og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar. 

Val á Markaðsfyrirtæki fer fram annað hvert ár.

Markaðsmaður ársins

Íslensku markaðsverðlaunin, markaðsmaður ársins, eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. 

Dómnefnd á markaðsmanni ársins skipa fyrrum formenn ÍMARK, fullrúar úr stjórn ÍMARK, fulltrúar frá rannsóknarfyrirtæki, nýsköpunarmiðstöð, úr háskólasamfélaginu úr atvinnulífinu ásamt markaðsmanni fyrra árs.

Val á Markaðsmanni fer fram annað hvert ár (árið á móti vali á Markaðsfyrirtæki ársins).

Markaðsfyrirtæki ársins 2016

Íslandsstofa var valin markaðsfyrirtæki ársins 2016 við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15.nóvember.

Sjá nánar

Yfirlit yfir vinningshafa frá 1991

Yfirlit yfir þau fyrirtæki og einstaklinga sem hafa unnið Markaðsfyrirtæki ársins og Markaðsmaður ársins frá 1991.

Sjá nánar

Dómnefndarferli - Markaðsfyrirtæki ársins

Dómnefnd á markaðsfyrirtæki ársins skipa fulltrúar úr stjórn ÍMARK, háskólasamfélaginu og atvinnulífinu ásamt fulltrúa frá markaðsfyrirtæki ársins árið áður.

Sjá nánar