Valmynd Gerast meðlimur

Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Skilyrði er að auglýsingin sé íslensk, þ.e. gerð af stofu/einyrkja á Íslandi fyrir íslenskt fyrirtæki eða íslenska vöru/þjónustu. Auglýsingin þarf að hafa birst á Íslandi, í auglýsingatíma eða á þriðja miðli í fyrsta skipti árið 2015 (ekki á eigin miðli auglýsanda).

Sjá nánar

Flokkar

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum (AAÁ):

Sjá nánar

Þátttaka í Lúðri 2016

Tekið er á móti innsendingum í keppnina, dagana 11.desember 2015 - 18. janúar 2016

Nánar

Skilafrestur

Innsendingar verða að hafa borist ÍMARK fyrir kl. 24.00, mánudaginn 18. janúar 2016. Í flokkum þar sem skila þarf sýnishornum af innsendingum er tekið á móti þeim á skrifstofu ÍMARK að Borgartúni 28 (3. hæð) á milli kl. 13.00 og 16.00 18.janúar 2016.

Þátttökugjald

Þátttökugjald er 10.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í AAÁ að undanskildum flokknum Herferðir AAÁ. Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir innsendingu í flokkinn Herferðir AAÁ. Þátttökugjald er 50.000,- kr. fyrir hverja innsendingu í ÁRA.

Nánar

Greiðsla á þátttökugjaldi

Greiða skal þátttökugjald fyrir innsendingar inn í Lúðurinn samkvæmt reikningi ÍMARK er sendur verður á þátttakendur. Ef fullnaðargreiðsla fyrir innsendingunum á sér ekki stað innan tiltekins greiðslufrests verður innsendingarefni viðkomandi stofu/aðila sjálfkrafa dæmt úr leik.

Sjá nánar

Skilgreining á AAÁ flokkum

Sjá nánar

Fagverðlaun

Dómnefnd getur ákveðið að veita sérstök verðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í eftirtöldum flokkum. Ekki er sent inn í þennan flokk.

Sjá nánar