Valmynd Gerast meðlimur

Félagsaðild

Starfsár ÍMARK er frá maí til apríl ár hvert og árgjald í samtökin er einungis 12.900 kr. Með félagsaðild að ÍMARK býðst félagsmönnum ýmis sérkjör ásamt því að félagsmenn efla þá framtíðarsýn sem ÍMARK starfar eftir, sem er að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi. 

Sérkjör félagsmanna:

 • Aðgengi að félagssvæði ÍMARK
 • Lægri ráðstefnugjöld á Íslenska markaðsdeginum
 • Lægra verð á hádegisverðarfundi og aðra fundi félagsins
 • Lægra verð á verðlaunaafhendingu vegna Markaðsfyrirtækis- og markaðsmanns ársins
 • Lægra verð á verðlaunaafhendingu Íslensku auglýsingaverðlaunanna - Lúðurinn
 • Asláttur á þátttökugjöld á ráðstefnur og námsstefnur sem unnar eru í samstarfi við önnur félög
 • Boð í fyrirtækjaheimsóknir á vegum ÍMARK
 • Tækifæri til að fara í áhugaverðar námsferðir til útlanda á hagstæðu verði
 • Atkvæðisrétt á aðalfundi samtakanna

Nám / Endurmenntun:

Í Opna háskólanum í HR býðst félagsmönnum 10% afsláttur af styttri námskeiðum og 5% afsláttur af lengra námi og námsbrautum. 

Fjölmörg spennandi námskeið og námslínur tengt markaðsfræðum eru í boði:

 • Diplómanám í markaðsfræðum
 • Vörumerkjastjórnun
 • Markaðssetning þjónustu
 • Low budget marketing
 • Markaðsstarf í kröppum dansi
 • Vinnustofa í Virði trausts
 • Viðskipti um vefinn

Félagsaðild háskólanema og útskriftarnema:

Háskólanemar og útskriftarnemar fá fría aðild veturinn 2016/2017.

Skráning nema í ÍMARK:
Við skráningu í samtökin skal fylla inn í reitinn "Fyrirtæki" upplýsingar um að viðkomandi sé nemi eða útskriftarnemi af viðkomandi braut frá viðkomandi háskóla. Sýnidæmi hér að neðan;
• Fyrirtæki: Nemi í viðskiptafræðideild HÍ
• Fyrirtæki: Útskriftarnemi ´14 úr viðskiptafræðideild HÍ

Mjög mikilvægt er að fylgja sýnidæminu til að tryggja fría aðild!