Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2017

Sköpunargleði og árangur

Hvernig ganga sköpun og markaðsárangur í takt?

ÍMARK dagurinn að þessu sinni var helgaður sköpun; sköpunargleði og árangri af kynningar- og auglýsingastarfi.

Fyrirlesarar dagsins

Laura Wood

Laura Wood er yfirmaður almannatengsla hjá Jaguar Land Rover. Hún stjórnar nú Global PR Brand & Partnerships hjá Jaguar Land Rover en var áður í PR starfi hjá The Brooklyn Brothers, sem hafa átt í farsælu samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna.

Smitandi sköpunarvinna

Wood fjallaði í fyrirlestri sínum um hvernig við sköpum hugmyndaríkar, umtalaðar herferðir sem skila vörumerkinu mælanlegum árangri. Wood ræddi reynslu sína af því að fást við MARKETING MIX viðfangsefni, skapandi notkun á miðlum og hvernig það að setja reglubókina um mælanlegan árangur niður í skúffu getur leitt til hugmyndaríkra verka sem vekja umræður í samfélaginu.

Jeremy Tai Abbett

Jeremy Tai Abbett er hugmyndasmiður og hönnuður hjá InsurTech.vc. auk þess sem hann ferðast um heiminn og ráðleggur fyrirtækjum um vörumerki hvað varðar umbreytingar, menningu og nýsköpun en hann er mjög vinsæll og reyndur ræðumaður á ráðstefnum og fundum.

Abbett hefur lengi starfað og skapað þar sem tækni og hönnun mætast. Síðustu fjögur árin hefur hann verið það sem hann kallar "creative evangelist" hjá Google, hugmyndasmiður og „hvetjari“. 
Áður en Abbett hóf störf hjá Google hafði hann stofnað fyrirtækið Stuffle; mobile start-up sem hefur unnið til verðlauna í öllum helstu alþjóðlegu vefsamkeppnunum.

Um Abbett:
http://jeremy.abbett.net/about/

Russell Davies

Davies er rithöfundur og frumkvöðull í skapandi strategíufræðum. Hann hefur undanfarin 25 ár unnið fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Apple og Microsoft, Honda og LOCOG (Undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012). Hann er nú einn aðalstjórnenda BETC auglýsingastofunnar í London.

Varan er þjónusta er markaðssetningin

Sérsvið Russell er m.a: hvað gerist þegar samtök og þjónustuaðilar standa frammi fyrir stórtækum breytingum á starfssviði sínu. Hvernig á að takast á við breytingar og byltingar? Russell stjórnaði t.d. hinu umtalaða verkefni þegar opinber þjónusta í Bretlandi endurskipulagði algjörlega starfsemi sína á netinu (Government Digital Service). Þá hefur hann þróað strategíuvinnu fyrir Honda (Power of Dreams) og Nike (Run London).

Heiti fyrirlesturs Davies var „Varan er þjónusta er markaðssetningin“ og sagði hann okkur sögur og velti vöngum um vörur, þjónustu og markaðssetningu – og af hverju þú ættir aldrei að nota hugtakið „brand“.

Um Davies:
http://www.russelldavies.com/
http://www.betc.co.uk/ 

Kevin Chesters

Kevin er yfirmaður stefnumótunar hjá Ogilvy & Mather. Hann hóf feril sinn sem markaðsráðgjafi hjá Ogilvy & Mather auglýsingastofunni í London árið 1996 en fór árið 2000 yfir í strategíuvinnu hjá Ogilvy.

Gerum vörumerki frábær á ný – Make Brands Great Again

Frá þeim tíma hefur Chester stjórnað strategíuvinnu fyrir British Telecom og inni á leiðandi stofum eins og Saatchi & Saatchi, Wieden + Kennedy & Dentsu mcgarrybowen. Á síðasta ári kom hann aftur til Ogilvy í London og starfar þar nú sem Chief Strategy Officer. 

Chester hefur tekið þátt í verðlaunuðum verkefnum á borð við „Old Lions“ fyrir Carlsberg, „Dancing Pony“ fyrir Three.co.uk og ótal verkefni fyrir Honda. Hann er auk þess fastagestur sem dómari í helstu auglýsinga/strategíusamkeppnum heims.

Heiti fyrirlesturs Chesters var: Gerum vörumerki frábær á ný – Make Brands Great Again

Hvernig getum við látið vörumerki skipta máli á ný þegar þau eru sögð dauð?

Chesters lýsti erindi sínu svo:
We read daily that brands don't matter any more. In fact, we read many articles that suggest that brands are dead in this day and age. I'm here to show you why the death of brands has been greatly exaggerated.