Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2016

Markaðssetning morgundagsins

Þema ÍMARK dagsins 2016 á 30 ára afmæli ÍMARK var „Markaðssetning morgundagsins“. 

Fyrirlesarar dagsins

Dom Boyd

Dom Boyd er yfirmaður stefnumörkunar hjá hinni margverðlaunuðu auglýsingastofu adam&eve DDB í London, sem hlotið hefur hvað mesta athygli fyrir jólaauglýsingar fyrir John Lewis.

Love, sex, death and penguins; a hitch-hikers guide to making the most effective work in the galaxy

Í fyrirlestri sínum: ,,Love, sex, death and penguins; a hitch-hikers guide to making the most effective work in the galaxy” upplýsti Boyd hvert leyndarmálið er á bakvið allar bestu auglýsingarnar.

Mark van der Heijden

Mark er hugmyndasmiður frá Amsterdam. Hann hefur ferðast um heiminn frá janúar 2014 og boðið auglýsingastofum, vörumerkjum og góðgerðarfyrirtækjum krafta sína án endurgjalds. Mark kallar sig ,,bakpoka-lærlinginn” og býður vinnuframlag sitt gegn því að fá gistingu.

What To Pack For World Domination?

Í fyrirlestri sínum: ,,Hvernig er best að pakka fyrir heimsyfirráð? fjallaði Mark um hvernig pakka eigi réttu hlutunum niður, þegar flytja skal hugmyndir til markaða. Maður vill alls ekki vera í yfirvigt en þó er fyrir öllu, að þegar á áfangastaðinn er komið, sé allir nauðsynlegir hlutir meðferðis. Af því að hafa unnið fyrir 32 fyrirtæki í 27 löndum í 7 heimsálfum, og á aðeins tveimur árum, komst Mark að því hvernig best er að útbúa sig fyrir heimsreisu hugmynda. Við hölluðum því aftur sætisbakinu, slökuðum á og nutum flugsins. 

Jenny Hermanson

Jenny Hermanson er viðskiptastjóri hjá Spotify og hefur unnið að þróun Spotify fyrir Norðurlandamarkað, í Eystrasaltslöndum og á Íslandi. Frá því hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008 hefur hún einnig sinnt auglýsingasölu og markaðsstjórnun. Þar áður starfaði Jenny í fimm ár við markaðs-og auglýsingalausnir hjá Microsoft.

Karina Kjærgaard

Karina er yfirverkefnastjóri stefnumörkunar markaðs-og neytendamálahjá LEGO.

Í fyrirlestri sínum ræddi Karina hvernig skipulag markaðsherferða hefur batnað á undanförnum arum og í hvaða spennandi áttir þær stefna. Karina veitti innsýn í teymisvinnu herferða og herferðaþróunar og hvernig best sé að hámarka virði vörumerkjaupplifunar neytenda í æ flóknari veruleika.