Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2015

Efnis-markaðssetning

Efnismarkaðssetning, eða content marketing, var þema ÍMARK dagsins 2015. Efnismarkaðssetning snýst um að kynna vörumerki eða fyrirtæki á óbeinan hátt. Góð efnismarkaðssetning einkennist af því að hún inniheldur eitthvað sem áhorfandinn sækist eftir og kemur honum að gagni, hvort sem það er fróðleikur eða skemmtun.
Þessi tegund markaðssetningar getur verið margvísleg, allt frá YouTube-myndböndum yfir í bloggfærslur og greinar. 

Hún ætti í raun ekki að minna á markaðssetningu á nokkurn hátt – í sumum tilfellum ætti áhorfandinn aðeins að átta sig á því að um markaðssetningu er að ræða af því að hann veit hver stendur á bakvið skilaboðin. Dæmi um þetta er svo kallað native advertising, þar sem kynningarefnið er hluti af vef eða þjónustu og sker sig ekki að neinu leyti frá öðru efni sem er í boði á sama stað. Best er efnismarkaðssetningin þegar hún hefur einhverja þýðingu fyrir neytandann á sama tíma og hún býr til efni fyrir birtingarmiðilinn, styrkir vörumerkið og stækkar áhorfendahópinn.

Á ÍMARK deginum fengum við einstakt tilefni til að heyra allt um þessi fræði frá helstu sérfræðingum heims í þessum efnum.

Fyrirlesarar dagsins

Miguel Gonzales

Miguel Gonzales starfar hjá Havas Worldwide Chicago en það er ein stærsta markaðs- og samskiptastofa í heimi, með 316 stofur í 75 löndum.

How Big Data Drives Consumer Insights for Brands

Erindi Miguel,  „How Big Data Drives Consumer Insights For Brands“ fjallaði um notkun gagnamengja til að koma efnismarkaðssetningu (e. content marketing) í dreifingu þvert á miðla.

Byltingarkenndar framfarir í því hvernig við sækjum, vinnum og greinum ofurmagn af gögnum hefur umbreytt öllum kimum samfélagsins. Auglýsingaheimurinn er þar engin undantekning. Í erindi sínu einfaldar og skýrir Miguel Gonzalez áhrifin sem stórtæk gagnaöflun hefur á samþætta markaðssetningu og þá sérstaklega skipulagningu viðskiptastýringar. Hann kynnti einnig tilviksrannsóknir á vörumerkjum sem hafa nýtt sér gagnadrifnar neytendarannsóknir til að auka hag vörumerkisins. Auk þess fræddi hann gesti ráðstefnunnar um aðgengilegar leiðir í notkun stórtækrar gagnaöflunar sem auka skilning á neytendum og kveikja í sköpunargáfunni.

James Larman

James Larman er með yfir 12 ára reynslu úr samskiptabransanum og er yfirmaður áætlanagerðar hjá bresku content-stofunni DRUM. Þar hefur James unnið að þróun verðlaunaðra verkefna fyrir risa eins og Playstation, HP og Sainsbury’s.

How to make Awesome Content?

Í staðinn fyrir að hugsa út frá vörunni eða merkinu sem unnið er með þarf markaðsfólk að ganga út frá því sem áhorfendur hafa áhuga á. Þannig er hægt að framleiða sannfærandi innihald sem fólk velur að horfa á (en ekki bara markaðsefni sem þú borgar fólki fyrir að neyta). Í fyrirlestri sínum fór James yfir 10 atriði sem markaðsfólk þarf að hafa í huga ef það vill búa til efni sem fólk velur að neyta og taka þátt í af fyrra bragði.

Maryssa Miller

Maryssa Miller er yfirmaður stafrænna viðskipta hjá JetBlue flugfélaginu og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hún hefur yfir 15 ára reynslu af stafrænni markaðssetningu, meðal annars fyrir Lacoste, 1-800-FLOWERS og Scholastic.

Re-architecting the Customer Experience for the Digitally Connected Generation

Maryssa er með B.Sc. í viðskiptastjórnun og markaðssetningu og MS í beinni og gagnvirkri markaðssetningu. Eftir útskrift hóf Maryssa störf hjá Lacoste sem yfirmaður vefverslunar og það var hún sem kom fyrstu vefverslun fyrirtækisins á laggirnar. Hún sá einnig um leitarvélabestun og markaðsvinnu í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla. Áður en Maryssa hóf störf hjá JetBlue var hún aðstoðarforstjóri vefviðskipta hjá Create the Group þar sem hún vann meðal annars fyrir David Yurman, Nars, Alexander Wang og fleiri hátískufyrirtæki. Maryssa var tilnefnd sem ein af rísandi stjörnum undir fertugu af Direct Marketing Educational Foundation. 

Jack Sichterman

Jack Sichterman er stofnandi Einstök Ölgerð, www.einstokbeer.com. Jack hefur leitt markaðsvinnu, skapað rödd og þróað innihald fyrir fjölda fyrirtækja á Fortune 500, svo sem Harley-Davidson, HTC, Motorola, IBM, BMW og fleiri. Í starfi sínu sem „Brand Strategist“, CD og textahöfundur fyrir Harley-Davidson hefur Jack til dæmis lagt sitt af mörkum við að búa til einstaka rödd fyrirtækisins sem skín í gegn í öllu markaðsefni.

Do the Math: Reducing a Million to One with Content Marketing

Jack fór yfir hvernig markaðssetning hefur breyst undanfarinn áratug og hvernig fyrirtæki geta aðlagað sig að því. Fyrirtæki geti ekki lengur treyst á að viðskiptavinir einfaldlega kaupi vöru þeirra, þau þurfa að fylla hana innihaldi sem styrkir stöðu merkisins. Þegar vel er að verki staðið getur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið sterkur grunnur að sambandi viðskiptavina við vöruna og orðið hluti af lífsstíl þeirra, ekki bara neyslu. Í fyrirlestrinum fór Jack yfir það hvernig fyrirtæki eins og Harley-Davidson, MINI Cooper og Einstök hafa nýtt sér efnismarkaðssetningu til að aðgreina sig á hörðum markaði.

Mads Holmen

Mads Holmen starfar hjá Bibblio, www.bibblio.org. Bibblio er síða þar sem kennsluefni og upplýsingum af netinu er safnað saman og miðlað áfram til markhópsins. Mads hefur einnig fengist við ráðgjafastörf fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nike, Nissan, Hyundai og LG, staðið fyrir málstofum um efnismarkaðssetningu (e. content marketing) fyrir Cannes Lions og unnið strategíur fyrir margar verðlaunaðaherferðir.

The Attention Economy

Mads kynnti einstaka aðferð sem hjálpar fólki að vinna að efnismarkaðssetningu (e. content marketing) og búa til efni fyrir netið, allt frá hugmyndastigi til dreifingar og mælinga.
Fyrirlesturinn, „The Attention Economy“, er sérstaklega spennandi fyrir fólk sem hefur áhuga á YouTube og þeim undirliggjandi öflum sem leitt hafa til breytinga í fjölmiðlum nútímans.

Mads hóf starfsferil sinn hjá GoViral að loknu markaðsnámi í heimaborg sinni, Kaupmannahöfn. Næstu fjögur árin stækkaði GoViral hratt og starfsmönnum fjölgaði úr átta í 120. Mads fór sjálfur úr því að vera lærlingur yfir í að vera forstöðumaður stefnu- og stjórnunar. Árið 2011 keypti AOL fyrirtækið á 96,7 milljónir Bandaríkjadala. Mads vann sem forstöðumaður áætlanagerðar fyrir AOL Video í Evrópu næstu þrjú árin eða þangað til hann hætti til að stofna Bibblio.org vorið 2014.