Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2013

Fyrirlesarar dagsins

Tom Allason

Shutl er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma, en það var stofnað árið 2008 af Tom Allason.

The Startup Company Shutl

Hegðun fólks hefur breyst hratt á undanförnum árum, og þá sérstaklega kauphegðun fólks. Netverslun verður sífellt algengari verslunarmáti meðal almennings en fyrirtækið Shutl sér til þess að viðskiptavinurinn fær vöruna sína senda heim innan 90 mínútna. Þessi þjónusta gjörbyltir upplifun fólks á að versla á netinu og gerir það að verkum netverslun á einungis eftir að aukast þar sem heimsending vörunnar á sér stað strax.

Shutl er staðsett í um 60 borgum og bæjum í Englandi og þjónustar um 75% af íbúum. Shutl vinnur að því að opna þessa þjónustu í Bandaríjunum og er þetta vafalaust dreifingarþjónusta sem koma skal í allri netverslun. 

Graeme Newell

Graeme er fræðimaður, fyrirlesari og ráðgjafi og sérhæfir sig í viðskiptatryggð. Hann er forstjóri markaðsrannsókna- og ráðgjafafyrirtækisins 602 Communications sem sérhæfir sig í tilfinningahlið markaðssetningar. Greame Newell hefur unnið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir mörg fremstu fyrirtæki heimsins, svo sem Nike, GE, Disney, Sony, Hearst, ABC, CBS, Madison Square Garden, Time-Warner, Comcast, News Corp og Universal.

Emotional Marketing

Tilfinningabundin markaðssetning getur skapað sterka viðskiptatryggð með því að endurspegla djúpstæða afstöðu viðskiptavinarins og lífsgildi hans.

Markaðssetning sem byggð er á tilfinningalegum tengslum flytur skilaboð sem hefur jákvæð áhrif á sjálfsálit fólks. Skilaboðin geta haft þau áhrif að fólk upplifi sig vera snjallt, áræðið, fágað, eða hvað sem það er sem skiptir fólk máli er varðar sjálfsvirðinguna. Með því að hafa jákvæð áhrif á sálfsálit fólks verða vörumerki fyrirtækja eitthvað meira og mun mikilvægara í augum viðskiptavina, það er hægt að segja að það myndast vinasamband og það getur enst út lífið. Þetta eru vörumerki sem standa fyrir það sem fólk, þ.e.a.s. ákveðinn hópur fólks, getur samsvarað sig við. Þetta getur verið hugsjón, gildi, lífsviðhorf. Vörumerkið verður lýsandi fyrir lífstíl fólksins. Þá er spurningin, hvernig geta fyrirtæki byggt upp svona vinasamband við viðskiptavini sína. 

Graeme deildi með okkur sinni sýn og reynslu á því, og hvernig fyrirtæki eigi að markaðssetja vörur og þjónustu sína með skilaboðum byggða á tilfinningalegum tengslum.

Simonetta Carbonaro

Simonetta er sérfræðingur í neytendasálfræði, markaðsáætlunum (strategic marketing) og hönnunarstjórn (design management). Hún rannsakar hugmyndir og hegðun neytenda og spáir í hvert neytendamenningin stefnir. Simonetta er einn af eigendum ráðgjafafyrritækisins REALISE, prófessor við sænska textílskólann í Borås og gestaprófessor við The London College of Fashion

People´s longing for authenticity. More than just a new marketing trend.

Þráin eftir trúverðuleika - meira en bara markaðsduttlungar
Það er sterk krafa um að vara eða þjónusta sé trúverðug (authentic), þ.e.a.s. sé ósvikin, ekta eða upprunaleg. Keppst er við að fá ýmsa vottun, staðfestingar eða stimpla til að staðfesta sannleiksgildi upprunaleikans og gegnsæi starfseminnar, sem er svo nýtt í auglýsingaherferðir, skýrslur um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannúðarstarfsemi. Hlutir einsog trúverðuleiki, gegnsæi, ábyrgð, sjálfbærni hafa nú í auknum mæli áhrif á neytendahegðun, á mótun markaðsstefnu, sem og á þróun og hönnun vara, þjónustu og samskipti fyrirtækja.

Simonetta ræddi um tilfinningalegar og vitsmunalegar ástæður þess að fólk þráir trúverðugleika. Hún leiddi í ljós orsök þess af hverju hin venjubundna markaðssetning virkar ekki lengur í því breyttu menningarumhverfi sem við lifum. Hún benti á leiðir til að skilja hverjar þarfir fólks raunverulega eru, svo hægt sé að bjóða upp á raunverulegt virði og endurmeta samskiptastefnu vörumerkja. 

Kaspar Basse

Kaspar er stofnandi og forstjór Joe & the Juice. Fyrsta Joe & the Juice kaffihúsið var opnað í Kaupmannahöfn árið 2002, en nú er þetta orðið að keðju sem fer ört vaxandi. Í dag eru tuttugu og fimm Joe & the Juice kaffihús í Danmörku, fjögur í Englandi, þrjú í Þýskalandi, eitt í Noregi og tvö í Svíþjóð. Það er því ljóst að Kaspar Basse greindi tækifæri á kaffihúsamarkaðinum.

Joe & the Juice, introducing new concept

Segja má að Joe & the Juice sé danska útgáfan afStarbucks en þar er fókus á upplifun í þjónustu og markaðssetningu. Joe & the Juice er kaffihús þar sem aðaláherslan er á safadrykki og „smoothies“, þ.e.a.s. safabar sem býður upp á fjöldann allan af litríkum og heilsusamlegum ávaxta- og grænmetissöfum, en einnig eru í boði kaffidrykkir og samlokur. Hugmyndin var að stofna líflegt og heilsusamlegt kaffihús, líflegt og kröftugt andrúmsloft.

Þar má finna unga og hressa karlmenn afgreiða á safabarnum dansandi eða syngjandi með tónlistinni sem ómar um salinn, en heyrst hefur að á spilaranum er víst oftar en ekki Michael Jackson. Ef starfsmennirnir eru ekki syngjandi eða dansandi, þá má líklega sjá þá skjóta á milli sín bröndurum sem skellihlegið er að. Þetta létta, líflega og skemmtilega andrúmsloft má líka merkja í hönnun kaffihúsanna.

Í fyrirlestrinum fjallaði Kaspar um upphaf fyrirtækisins, hugmyndafræðina, markaðsnálgun og markaðsaðgerðir.

Peter Dee

Peter Dee er maðurinn á bakvið heildarhugmyndina að Keep Walking herferðina sem allt markaðsstarf Johnnie Walker byggir á. Peter stýrði alþjóðlegu markaðsstarfi vörumerkisins í um 13 ár og á þeim tíma sá hann um umbreytinguna á markaðsstarfinu, frá því að vera mismunandi herferðir á hverjum markaði í það að vera ein allsherjar herferð um allan heim. Peter hefur gríðalega reynslu í uppbyggingu vörumerkja og alþjóðlegu markaðsstarfi. Áður en hann tók við Johnnie Walker vörumerkinu vann hann í 15 ár í markaðsmálum hjá Procter & Gamble.

Keep Walking - Johnnie Walker

Í fyrirlestrinum fjallaði Peter um sögu vörumerkisins, hugmyndafræðina á bak við Keep Walking herferðina, ásamt markaðsnálgun þeirra og markaðsaðgerðir.
Johnnie Walker er sterkt alþjóðlegt vörumerki sem á um 200 ára gamla sögu. Árið 1820 kom viskíið fyrst á markað en það er arfur hins skoska John „Johnnie“ Walker sem byrjaði að blanda það og selja í búð sinni. Viskíið varð vinsælt, en eftir dauða Walker árið 1857 var það sonur hans, Alexander Walker, og sonarsonur, Alexander Walker II, sem náðu að byggja það upp í að verða vinsælt vörumerki. Undir stjórn John Walker var viskíið átta prósent af tekjum fyrirtækisins, en þegar Alexander sonur hans lét fyrirtækið í stjórn sona sinna var sú tala komin upp í um 90 prósent. Í dag er árleg sala yfir 130 milljón flaskna og er viskíið Johnnie Walker þekkt sem fyrsta flokks skosk viskíblanda (premium whiskey). 

Saga Johnnie Walker er löng og mikil, og hefur verið lagt mikið á sig í markaðsstarfi á vörumerkinu að segja söguna á bak við merkið því hefðin er mikilvægur hluti vörumerkisins Johnnie Walker. Í auglýsingunni hér að neðan er sögu vörumerkisins komið á framfæri á mjög áhugaverðan og skemmtilegan hátt, en sagan er sögð af skoska leikaranum Robert Carlyle. Með góðri sögu er hægt að höfða bæði til hjartans og heilans, sem er mikilvægt til að ná árangri í uppbyggingu vörumerkja. Þetta myndband nær að segja þessa sögu snilldarlega og er framkvæmdin það góð að maður horfir af áhuga. Þeirra uppskera er að maður veit meira um brandið og ber meiri virðingu fyrir Johnnie Walker. Það er mikill sigur þegar kemur að uppbyggingu vörumerkis.