Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2012

Fyrirlesarar dagsins

Henry Mason

Henry Mason kemur frá Trendwatching.com sem er leiðandi fyrirtæki á sviði rannsókna og greininga á neytendamarkaði. Henry Mason hefur getið sér gott orð í faginu sem rannsakandi, er reynslumikill fyrirlesari og hefur hans verið getið í mörgum virtum tímaritum eins og The Guardian, The Financial Times og The Economics. Henry er með háskólagráðu í stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Hann hefur mikinn áhuga á að skilja breytingar sem eiga sér stað, bæði í samfélögum, viðskiptum eða pólitík.

12 Crucial Consumer Trends for 2012

Trendwatching.com notast við öflugt tengslanet einstaklinga um allan heim sem benda á þær stefnur og þá strauma sem þeir telja að séu efnileg og lofi góðu.  Dæmi um fyrirtæki sem nota þjónustu Trendwhatching.com eru IKEA, Google, Gucci, Toyota, Nestlé, The Bodyshop, Fujitsu og Heineken.  Helstu fréttamiðlar og tímarit í heiminum greina reglulega frá skýrslum Trendwatching.com eins og CNN, Forbes, The New York Times, Bloomberg, Buisnessweek, og El País auk fjölda annarra fjölmiðla.

Trendwatching.com gefur út á hverju ári skýrslu sem tekur saman 12 mikilvægustu punktana sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga ef þau vilja fylgja helstu stefnum og straumum sem eru að mótast á markaðnum.

Á fyrirlestri sínum fór Mason fara yfir þessa 12 mikilvægu strauma og stefnur.  Má þar nefna nokkuð sem Mason kallar Rauða dregilinn og er hann þá að vísa til Kína sem hann segir að flestar Vesturlandaþjóðir líti nú til. Gjaldþrota fyrirtæki og lönd í vanda taki hafi leitað á náðir Kínverja og alls staðar þar sem háttsettir Kínverjar komi sé rauði dregillinn tekinn fram. Nú sé því lag að bjóða upp á fyrsta flokks vörur og þjónustu sem sniðin er að þörfum Kínverja sem ferðast nú sem aldrei fyrr um heiminn, t.d. telur The World Tourism Organization að fjöldi kínverska farþega á Vesturlöndum muni ná 100 milljónum árið 2020. Það má því áætla að við Íslendingar eigum von á kínverskum ferðamönnum hingað til lands.

Mason talaði einnig um að heilsubyltingin héldi áfram af fullum krafti á árinu 2012 og nú væri aðalmálið að taka ábyrgð á eigin heilsu með hjálp nýjustu forritanna fyrir snjallsíma og iPad tölvur. Hægt er að skrá niður æfingar og fylgjast með eigin heilsufari á undraverðan hátt með hjálp tækninnar þar sem mögluleikarnir eru orðnir óþrjótandi.  Ekki er eingöngu átt við æfingaforrit í líkamsrækt heldur spretta nú upp ný læknisforrit þar sem fólk getur leitað sér upplýsingar um minniháttar kvilla án þess að þurfa að hitta lækni. Má t.d. nefna forritið  Skin Scan þar sem notendur geta skannað fæðingabletti og fylgst með breytingum og hvort þörf sé að leita til húðlæknis. Forritið Lungs sýnir reykingamönnum hvernig lungu þeirra eru og munu þróast. Notendur skrá aldur og fjölda reyktra sígaretta á dag og fylgjast þannig með ástandinu og bata ef reykingum er hætt.

Fyrirlestur Henry Mason byggði á þessum greiningum Trendwatching.com á þessum 12 mikilvægustu stefnum og straumum í neytendaheiminum árið 2012.  Einnig ræddi hann að samkvæmt grein sem birtist í tímaritinu Forbes er það eitt af trendum fyrirtækja ársins 2012 að sýna það og viðurkenna að fyrirtæki eru ekki fullkomin. Það þykir bera vott um styrkleika að viðurkenna mistök. 

Glærur frá fyrirlestri Henry Mason er hægt að sækja hér

Diana Derval

Diana Derval er mikil hugsjónakona sem hefur nýtt síðustu ár í að bygga brú á milli vísinda, eins og innkirtlafræði og viðskipta með ríkri áherslu á vöruþróun. Diana er forstjóri og hugvitsmanneskja fyrirtækisins DervalResearch sem hefur þróað öflugt greiningarlíkan, Hormonal Quotient TM, en það hjálpar fyrirtækjum að spá fyrir um hegðun og þarfir neytenda.

Delivering the right sensory mix regarding your consumers´ needs and product preferences.

Við gerð Derval Research líkansins voru gerðar ítarlegar rannsóknir á 3500 manns í  25 löndum. Í líkaninu sýnir Diana fram á mikilvægi þess að hanna vörur út frá lit, lögun, bragði, lykt, áferð og hljóði með það að markmiði að kalla fram réttar skynblöndur sem eykur jákvæða upplifun neytenda á tiltekinni vöru. Mörg fyrirtæki af lista Fortune 500 hafa nýtt sér hugmyndafræðina Hormonal Quotient TM og þjónustu DervalResearch, þar á meðal Philips, Danone, Sara Lee, Bouygues og LVMH sem er fyrirtækið á bak við merki eins Louis Vuitton, TAG Heuer, Hennessy og Moët & Chandon kampavíníð.

Derval er virtur vísindamaður og aðjúnkt í markaðsfræði og nýsköpun við Robert Kennedy College í Sviss. Hún kennir einnig skynjunarvísindi við viðskiptaháskólann ESSEC Paris - Singapore og við Leonard de Vinci háskólann í Bandaríkjunum. Yfir 10.000 sérfræðingar og annað fagfólk hefur notið fyrirlestra hennar og námskeiða sem eru hlaðnir orku og innblæstri.

Diana Deval gaf út bókina The Right Sensory Mix á síðastliðnu ári og þótt bókin vera ein áhugaverðasta markaðsbók ársins 2011. Þar veltir Derval upp spurningum eins og af hverju drekka sumir svart kaffi þegar aðrir halda sig við tedrykkju?  Af hverju velja sumir vörur frá einu fyrirtæki frekar en öðru og afhverju selja sum vörumerki meira í einu landi en öðru?

Derval álítur að það skipti fyrirtæki miklu máli að gera sér grein fyrir hegðunarmynstri neytenda og hvernig þeir skynja mismunandi vörur. Það er ekki nóg að flokka neytendur niður eftir menningu eða tilfinningu. Mannveran er vitsmunavera og einstaklingar bregðast mismunandi við samskonar áreiti út frá líffræðilegum orsökum. Óskir þeirra, hegðun og upplifun stjórnast af hundruð milljóna taugaboðum sem framkallast í heilanum og líkamanum. Einstaklingar sem hafa næmara bragðskyn eru til að mynda viðkvæmari fyrir beisku bragði og eru líklegri til þess að drekka te eða kaffi með mjólk eða sykri. Eftir að hafa lesið bókina eiga stjórendur að vera færir til að skilja og spá fyrir um óskir og hegðun neytenda með því að hanna réttu blönduna út frá lit, lögun, bragði, lykt áferð og hljóði sem fellur vel að líffræðilegum viðbrögðum. 

Glærur frá fyrirlestri Diana Derval er hægt að sækja hér

Jessica Butcher

Jessica Butcher er markaðsstjóri og stofnandi Blippar.com sem er glænýtt forrit fyrir snjallsíma. Jessica sem er bresk er einnig virk í ferðaþjónstubransanum. Hún er stofnandi vefsíðanna, intergritour.com, isango.com og alibaba.com sem bjóða upp á ævintýraferðir á framandi slóðir.

A magical new way for your brands to deliver exciting new messages, offers and experiences to customers.

Jessica fjallaði í fyrirlestri sínum um nýjustu tækni Blippar.com í starfrænni greiningu á myndum og vörumerkjum, muninn á QR kóðum og og öðrum formum af stafrænum merkjum og hvernig þessi nýja tækni mun breyta markaðssetningu, auglýsingum og vöruhönnun.

Tækni Blippar er hugsuð í grunninn eins og hinn vinsæli QR kóði sem hefur verið notaður  mikið í blaðaauglýsingum til þess að sækja meira efni í gegnum símann. Munurinn er sá að ekki er skannað yfir svokallað QR strikamerki heldur nemur linsan vörunar sjálfar og vörumerki þegar skannað er yfir þær og framkallar það á skjáinn skilaboð eins og til dæmis tilboð, 3D myndir og auglýsingar um þá tilteknu vöru. Virknin er þá eins og töfralinsa því skilaboðin birtast sem viðbót við það sem myndavélin nemur í umhverfi sínu. Blippar býður upp á miklu meiri möguleika heldur en QR kóðinn sem í raun býður aðeins upp á að opna fyrir nýjan link eða glugga. Tækni Blippar tengir notandann við það sem er að gerast fyrir framan hann og nemur síminn auðveldlega vörumerki eða myndir í umhverfi sínu. Þekkt vörumerki sem nota Blippar eru t.d. súkkulaðiframleiðandinn Cadbury, Heinz og verslunarkeðjan Tesco.

José Miguel Sokoloff

José Miguel Sokoloff er stjórnarformaður auglýsingastofunnar Lowe- SSP3 sem ekki aðeins er næst stærsta auglýsingastofan í Kólumbíu heldur þykir hún vera ein sú frjóasta á markaðnum þau 15 ár sem hún hefur starfað.

How changing the lives of people can change the world, marketing towards guerillas in Colombia.

Lowe-SSP3 er ein þeirra stofa sem hefur hlotið flest verðlaun síðustu 9 ár, það sem hún hefur meðal annars unnið eru Grand Pix verðlaunin sleitulaust þessi 9 ár auk fjölda annarra verðlauna. Stofan á verkefni á Gunn Report´s listanum en þar eru skráð þau verkefni sem hlotið hafa flest verðlaun í heiminum. Nýlegt verkefni þeirra Operation Christmas fyrir Varnarmálaráðuneyti Kólumbíu hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og státar nú af því að vera verðlaunaðasta auglýsingaherferð frá Kólumbíu fyrr og síðar með yfir 30 viðurkenningar.

Jose sem er Kólumbíubúi hefur áratugareynslu úr auglýsingabransanum, hefur sjálfur dæmt í mörgum keppnum, ein þekktust þeirra eru Cannes auglýsingaverðlaunin, auk San Sebastián, Fiat, Clio og New York Festivals svo dæmi séu tekin. Jose mun fjalla um það hvernig hægt er að breyta heiminum með því að hafa raunveruleg áhrif á líf fólks. Mun hann fara yfir þá viðleitni sem þeir sýndu í verkefninu Operation Christmas sem var framkvæmt með það að markmiði að fá 331 skæruliða í Kólumbíu til þess að leggja niður vopn yfir jólahátíðina. Eftir 60 ára sleitulausa baráttu í Kólumbíu gegn elstu skæruliðasamtökum heims var tilgangur herferðarinnar að höfða til skæruliðanna og fjölskyldna þeirra með óvenjulegri nálgun, sem var í senn töfrandi og kærleiksrík.

Simon Collisson

Simon Collisson er hönnuður með yfir áratuga reynslu sem slíkur, hann er útskrifaður úr listaháskóla og starfaði um tíma sem myndlistamaður. Simon hefur einnig lært vefforritun, en hann samnýtir vel kunnáttu sína í listinni og forrituninni í vefhönnun sinni. Hann er einn meðstofnenda vefsíðufyrirtækisins Erskine Design en starfar nú sjálfstætt sem vefhönnuður, skrifar bækur um vefhönnun, er eftirsóttur fyrirlesari, og er skipuleggjandi ráðstefnunnar New Adventures in Web Design. Simon hefur skrifað meðal annars bækurnar The Manual, The 24 Ways Annual, CSS Mastery og Web Standards Creativity.

A More Meaningful Web

Simon Collisson er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Hann hefur einstaka sýn á það hvernig byggja má upp einfaldar og aðgengilegar vefsíður með nýstárlegu viðmóti sem skapa ákveðna upplifun fyrir notandann. Vefurinn er undirstaða þess að ná tengslum við neytandann og gegnir sífellt veigameira hlutverki í samskiptum okkar við umheiminn. Þrátt fyrir það telur Simon að oftar en ekki sé farið á mis við tækifæri til að nýta vefsíður sem mikilvægt samskiptatól gagnvart notandanum. Netið þróast á ógnarhraða og kallar stöðugt á meiri kröfur neytandans. Ef ekki er haldið í þá þróun með upplifun og virkni á heimasíðunni, þá eru það töpuð tækifæri. Í þeirri gríðarlegri samkeppni sem flest fyrirtæki etja á markaðnum, þá á ekkert fyrirtæki efni á að sleppa við að taka þátt í þessari framþróun. Tækifærin eru mörg og tólin til staðar. Með því að blanda saman hugmyndaflugi, hönnun og hugvit er hægt er skapa magnaða hluti á vefnum að mati Simon Collisson.

Á fyrirlestrinum fór Simon yfir stöðuna í dag á netinu og hvaða árangur hefur náðst með upplifun á vefnum. Hann fjallaði um framtíðarsýn sína með tilliti til netsins, á því hvernig hægt sé að gera vefsíður sem byggja upp þýðingamikla og notendavæna gagnvirkni á meðal áhorfenda og þar sem upplifun er í fyrirrúmi.

Glærur frá fyrirlestri Simon Collisson má sækja hér

Guðni Rafn Gunnarsson

Guðni Rafn er Sviðsstjóri fjölmiðlarannsókna hjá Gallup og fór hann yfir niðurstöður úr árlegri könnun meðal markaðsstjóra. 

Glærur frá fyrirlestri Guðna má sækja hér