Valmynd Gerast meðlimur

ÍMARK dagurinn 2011

Fyrirlesarar dagsins

Scott Bedbury

Scott Bedbury var aðalfyrirlesari ÍMARK dagsins og miðlaði hann reynslu sinni og þekkingu til ráðstefnugesta. Scott A. Bedbury is an American branding consultant. He is CEO of Brandstream, a global branding firm with offices in the Seattle, Washington area and Co-Founder and Chairman of Upstream Research, a disruptive analytics startup

Til gagns og gamans eru hér nokkur atriði sem Scott ræddi um:

  • Besta markaðsstarfið er 80% list og 20% vísindi.
  • Mikilvægast í markaðslegri uppbyggingu vörumerkja er fólk, hæfileikaríkt fólk sem fær stuðning við að taka áhættu.
  • Heiðarleiki ofar öllu. Góð markaðssetning er heiðarleg, áreiðanleg, hugrökk, nógu einföld og nógu hvetjandi til þess að fólk segi öðru fólki frá henni.
  • Góður markaðsmaður er forvitinn. Þeir bestu viðurkenna að þeir vita ekki allt, þeir hætta aldrei að reyna að læra nýja hluti sem standa utan þeirra eigin hugarheims.
  • Algengustu og mest skaðlegu mistökin eru þau að prófa af of mikilli ákefð ýmsa markaðslega vinnu á neytendum. Innsæi markaðsfólks er mikilvægt til að skilja hegðun viðskiptavina.
  • Samfélagsmiðlar eru að breyta heiminum. Orðspor fyrirtækja getur auðveldlega beðið skaða ef einhverju er ábótavant í þjónustunni, framleiðslunni eða ef fyrirtækin standa ekki við gefin fyrirheit.
  • Mestu verðmætin og tækifærin liggja í uppbyggingu innan frá fyrir fyrirtækin í dag. Þó fyrirtæki státa af framúrskarandi vöru skiptir það litlu ef starfsmennirnir þínir eru óánægðir í starfi og viðskiptavinir þínir eru óánægðir með framkomu eða þjónustu hjá fyrirtækinu. Allt þetta fólk hefur samskipti í gegnum netið.
  • Það skiptir máli að allir starfsmenn upplifi að það starf sem þeir vinna innan fyrirtækisins sé mikils metið, að virðing sé borin fyrir vinnuframlagi þess og að markmiðið með vinnunni sé ekki eingöngu gróði fyrir fyrirtækið.

 

Glærur Scott Bedbury má sækja hér

David Fieldhouse

David Fieldhouse, framkvæmdastjóri Linking Mobile ræddi um markaðssetningu byggðri á farsímum og sagði frá fjölmörgum raunverulegum dæmum úr starfi sínu sem gaf ráðstefnugestum hugmyndir sem þeir geta nýtt sér strax í starfi sínu.

Glærur David Fieldhoues má sækja hér

Sammy Colson

Sammy Colson sagði ráðstefnugestum frá hvernig hægt væri að byggja upp traust samband við viðskiptavini sína með markaðsaðgerðum sem samhæfa beina markaðssetningu, samfélagsmiðla og aðra hefðbundna miðla.

Guðni Rafn Gunnarsson

Guðni ræddi um niðurstöður könnunar á meðal markaðsstjóra á vegum Capacent rannsókna. Þar var Fíton oftast nefnt af markaðsstjórum sem auglýsingastofa sem er í fararbroddi á Íslandi síðastliðið ár og Icelandair var oftast nefnt sem fyrirtæki sem hafði staðið sig vel í markaðsmálum síðastliðið ár.

Glærur frá fyrirlestri Guðna má sækja hér

Líflegar pallborðsumræður í lok ráðstefnunnar

Líflegar pallborðsumræður voru í lok ráðstefnunnar um breyttar áherslur í markaðssetningu, en þar tóku þátt Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Hermann Guðmundsson forstjóri N1, Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova, Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já og Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður markaðssóknar Íslandsstofu og stjórnandi pallborðs.