Valmynd Gerast meðlimur

Innsendingar í ÁRA

Skrifa skal greinagerðina inn í rafrænt form á úthlutuðu vefsvæði:   ara.imark.is   og öll fylgigögn (s.s. gröf, töflur, línurit, auglýsingar) skulu vera sett sem viðhengi við tilheyrandi rafrænt innsendingarform. 

Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun. 

Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðum og síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnagjöfinni. Reynslan hefur sýnt að sigurinnsendingar eru:

  • Beinskeyttar: Þær segja sögu sína í auðlesnum og skrumlausum stíl.
  • Skýrar og auðskildar: Innsendingar þurfa að skýrar og aðgengilegar.
  • Hnitmiðaðar: Takmarka skal efnið við rýmið sem veitt er í staðlaða forminu. Innsendingar sem fara fram úr því verða dæmdar ógildar.
  • Sönnun á árangri er skýr: Mikilvægt er að sína fram á raunverulegan árangur með rökstuddum hætti.

 

Auglýsingaherferðir sem birtust á Íslandi milli 1. janúar 2014 og 31. desember 2015 eru gjaldgengar keppnina. Herferðir mega hafa hafist áður en verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það. Leyfilegt er að endursenda inn herferðir oftar en eitt keppnisár, svo framarlega sem þær hafa tengingu við viðkomandi tímabil og hafa ekki unnið til verðlauna í þessum flokki. Innsending verður að fela í sér minnst einn eftirtalinna miðla: Sjónvarp, útvarp, prentmiðil, vefmiðil eða umhverfisauglýsingar. Það er skilyrði að einn af þeim miðlum sem sendir eru inn sé lykildrifkraftur í árangri herferðarinnar eins og hann er kynntur í greinargerðinni. 

Ástæður fyrir ógildingu innsendinga í ÁRUNA

Eftirfarandi leiðir til ógildingar innsendinga og fyrningar þátttökugjalds:

  • Ófullnægjandi sönnun um árangur – Allar upplýsingar sem settar eru fram sem „sönnun um árangur“ verða að vísa í ákveðna heimild. Þetta mega vera upplýsingar frá auglýsanda, auglýsingastofu eða rannsóknarfyrirtæki. Áskilinn er réttur til að sannreyna nákvæmni þeirra gagna sem lögð eru fram með viðeigandi heimildum. Vanti heimildir leiðir það sjálfkrafa til útilokunar.
  • Handskrifaðar greinargerðir – Innsendingum verður að skila á rafrænu formi á vefsvæðið   ara.imark.is sem að úthlutað er af ÍMARK.
  • Skil á efni er ekki samkvæmt þátttökureglum.

Athugasemdir vegna ÁRU

Formlegar athugasemdir vegna ÁRU skal senda með tölvupósti á imark@imark.is og úrskurðarnefnd mun taka þær fyrir. Úrskurðarnefnd skipar stjórnarformann ÍMARK, framkvæmdastjóra ÍMARK og formann viðkomandi dómnefndar (ÁRA). Formlegum athugasemdum er svarað með niðurstöðu úrskurðanefndar.