Valmynd Gerast meðlimur

ÁRA - árangursríkasta auglýsingaherferðin

ÁRAN

Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðum og síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnagjöfinni. Reynslan hefur sýnt að sigurinnsendingar eru beinskeyttar, skýrar og auðskildar, hnitmiðaðar, sönnun á árangri er skýr og sýnt sé fram á raunverulegan árangur með rökstuddum hætti.

Breyting á formi ÁRU keppninnar - árið 2015

Árið 2015 var tekin ákvörðun af stjórn ÍMARK ásamt stjórn SÍA að breyta formi ÁRU kepnninnar, sem hingað til hefur verið hluti af Lúðrinum.

Breytingin felur í sér eftirfarandi atriði:

  • Nýr verðlaunagripur s.s. ekki Lúður
  • Verðlaunaafhendingin fer fram á sjálfum ÍMARK deginum, föstudaginn 4. mars 2016 
  • Sigurvegarar munu halda stutt erindi þar sem að verður farið yfir helstu atriðin er varðar herferðina
  • Innsendingarfrestur er tveimur vikum lengri en innsendingarfresturinn í Lúðurinn

Þátttökuréttur

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi.

Sjá nánar

Innsendingar og skil

Mikilvægt er að fara eftir settum reglum um innsendingar í ÁRUNA.

Sjá nánar

Reglur um innsendingar

Beinskeytt, skýrt, aðgengilegt, hnitmiðað og sýnilegur árangur.

Sjá nánar